Vöruleit
Leita
Framúrskarandi og traust fjölskyldufyrirtæki í 20 ár

Redington Vice fluguveiðipakki

Afar vandaður fluguveiðipakki á frábæru verði.  Redington Vice stöngin hefur fengið mikið lof og góða dóma.  Stöngin er hröð og ræður því vel við íslenska rokið.  
Í Redington Vice pakkanum er nýja i.D hjólið frá Redington með áspólaðri Rio flotlínu, undirlínu og taumi.  Hólkur fylgir.
Hægt er að fá sérstakar skífur til að breyta útliti i.D hjólsins.  Skemmtilegt.  Redington Vice flugustöngin er með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda.

Redington Vice flugupakkinn er fáanlegur í línuþyngdum #5, #6, #7 og #8.

Sjáðu einnig Redington Crosswater, Redington Path og Redington Minnow fluguveiðipakkana.

Okkar Framlag - Óbreytt verð
Þrátt fyrir um 17% sig krónunnar gagnvart USD frá því í mars 2019 ætlum við að halda óbreyttu verði út apríl á völdum vöðlupökkum.
Verðið hér er það sama og vortilboð 2019.
Að auki bjóðum við þér Veiðikortið 2020 (Veiðileyfi sem gildir í 34 vötn í allt sumar) með pakkanum á hálfvirði eða aðeins kr. 3.950.

Bættu Veiðikortinu 2020 við á hálfvirði.  Þú finnur það í leitarsvæði hér vinstra megin á vefnum.
Vorið er komið.  Við förum að veiða.

Við sendum samdægurs eða næsta virka dag.Stærğ
Verğ Tilboğsverğ
Fjöldi
590-4
56.995.- kr. 44.995.- kr.
690-4
56.995.- kr. 44.995.- kr.
790-4
56.995.- kr. 44.995.- kr.
890-4
56.995.- kr. 44.995.- kr.
Deila |

Veiðihornið | Síðumúli 8 | 108 Reykjavík | sími 568 8410

veidihornid@veidihornid.is